Gjafabréf í jólapakkann - Sveitasæla á Skeiðvöllum
Frábært fjölskyldutilboð - Klukkutíma keyrsla frá Reykjavík
Gisting í 2 nætur og hestaferð

Fram að jólum bjóðum við uppá einstaklega spennandi gjafabréf sem hentar öllum sem hafa gaman af útiveru og vilja komast í fallegt umhverfi.
Skeiðvellir er hrossaræktarbú sem hefur undanfarin ár boðið uppá heimsóknir í hesthúsið og hestaferðir fyrir bæði byrjendur og lengra komna knapa. Skeiðvellir er um 90 km frá Reykjavík, ca klukkutíma akstur og mjög miðsvæðis til að ferðast að mörgum helstu náttúrúperlum suðurlands. Á bænum eru um 100 hross og tvö hús sem eru notuð í útleigu.
Dagur 1 - Mæting á Skeiðvelli seinnipartinn ( milli 16:00 -19) og við sýnum ykkur hesthúsið okkar og kynnum ykkur fyrir hestunum, köttunum og hundinum. Hesthúsið er bjart með 38 stórum stíum og reiðhöll. Gestgjafinn sýnir ykkur gistinguna og þið komið ykkur fyrir og hafið það notalegt um kvöldið. Hægt er að fara í margar mismunandi langar gönguferðir frá Skeiðvöllum eða fara í stuttan bíltúr og skoða nágrennið - sjá möguleika neðar.
Dagur 2 - Mæting í hesthúsið kl 09:30 og þá byrjum við að undirbúa hestana fyrir reiðtúrinn .* Allir fá hest við hæfi og við erum með mjög blandaðan hóp af hestum sem henta alveg byrjendum og einnig þeim sem eru lengra komnir. Ferðin byrjar inni í reiðhöll þar sem farið er yfir helstu atriðið sem þarf að kunna til að stjórna hestinum og síðan skellum við okkur út í klukkutíma hestaferð í skemmtilegu umhverfi þar sem útsýnið er mikið yfir Heklu, Eyjafjalljökul og ef veður leyfir. Eftir ferðina er boðið uppá kaffi, te eða heitt kakó. Eftir hádegi er tilvalið að skella sér í bíltúr og fara í fossaferðalag, hellaskoðun eða sund. Í næsta nágrenni eru ótrúlega margir misstórir og skemmtilegir fossar sem eru ekki endilega landsþekktir en tilkomumiklir engu að síður. Við höfum sett saman sérstakt kort þar sem hægt er að keyra eftir og taka 2 - 5 fossa, bara allt eftir því hvað þið viljið keyra mikið en ef farið er á alla staðina tekur það ca 1 1/2 - 2 tíma að keyra hringinn fyrir utan stopp. Endað á Hellu í sundi sem er með frábæra sundlaug með góðum heitum pottum og flottum rennibrautum.
*Athugið að aldurstakmarkið í hestaferðirna úti er 8 ára og ef yngir börn eru með í ferðinni er sérprógram fyrir þau inni í reiðhöllinni á hestbaki - þrautabraut meðal annars.
Hægt er að snúa þessu við og hafa hestaferðin kl 13.30 eða 16:30 - allt eftir því hvað hentar ykkur best.
Dagur 3 - Hægt að kíkja aftur í heimsókn í hesthúsið, fara í göngutúr eða bara hafa það huggulegt fram að hádegi. Útritun kl 12:00.
Verð Gjafabréf 1 - Fjölskyldupakki - Skeiðvellir villa 110 fm hús - Hentar fyrir 4 - 6 manns. Fullbúið hús, uppábúin rúm og handklæði. 3 svefnherbergi, 2 með dbl rúm og 1 með twin rúm.
Aðeins 50.000 ISK fyrir pakkann.
Bókanlegt frá 15 janúar 2021 - 10 desember 2021
Verð Gjafabréf 2 - Par / Fjölskyldupakki - Skeiðvellir Panorama nýtt 48fm hús -Hentar fyrir fjölskyldu með 2 börn ( 14 ára og yngri) - eða par ( svefnsófi í stofu - ekki gert ráð fyrir fullorðnum þar) Fullbúið hús, uppábúin rúm og handklæði. Eitt svefnherbergi með 180 cm rúmi og svefnsófi í stofu ( 1.40 cm)
Aðeins 30.000 ISK fyrir pakkann
Bókanlegt frá 15 janúar 2021 - 10 desember 2021
Innifalið í verði í báðum tilboðum
2 nætur í gistingu í húsum með fullbúnu eldhúsi, baðherbergi og stofu.
Uppábúin rúm og handklæði
Klukkutíma hestaferð og hressing á eftir - Börn yngri en 8 ára fara á hestbak inni
* Athugið að fjölskyldan þarf að velja sér sameiginlegan brottfara tíma ( ekki hægt að fara tveir kl 0:30 og 2 kl 13:30 td )
* Þyngdar hámark knapa er 110 kg
* Ef einhver vill ekki fara á hestbak er ekki hægt að láta annan hafa plássið þeas fara tvisvar á bak
* Yngri börn sem fara í prógrammið inni í reiðhöll þurfa að hafa einhvern fullorðin/umsjónarmann með sér
*Það eru ekki grill við húsin - en fullbúin eldhús með ofni.
* Það eru ekki heitir pottar við húsin
Hægt að bæta við nótt í gistingu og auka eða lengri hestaferð gegn gjaldi.